maxresdefault.jpg
 

stærsta flugsýning ársins

Flugsýningin í Reykjavík

Á Reykjavíkurflugvelli

1. júní 2019

 

100 ára afmælissýning

Flugið á sér langa sögu á Íslandi og í ár náum við þeim merka áfanga að fagna 100 ára afmæli flugs á Íslandi. Það var í Vatnsmýri árið 1919 sem fyrsta flugvélin hóf sig til lofs og vakti undrun allra sem þar voru staddir. Ekki var undrun þeirra sem fylgdust með fluginu frá þorpinu síðri. Frá þeim degi hefur flugið heillað unga sem aldna sem hafa fylgst með flugvélum yfir Vatnsmýri allar götur síðan.

Það er oft sagt að draumar fæðist á flugsýningu og eru það orða sönnu. Þeir sem sáu fyrsta flugið árið 1919 vissu að ekki yrði aftur snúið og að tækifærin fyrir vogskorið landið væru mikil með þessari nýju tækni. Ekki voru draumar þeirra sem síðar komu minni í sniðum og Íslendingar réðust í millilandaflug og standa nú fremstir meðal þjóða í flugmálum. Flugið færði Ísland upp að landamærum Evrópu og Ameríku, rauf einangrun, eyddi fjarlægðum og reyndist lykilatriði í tilvist þjóðarinnar í gegnum árin.

Komdu og fagnaðu með okkur á sérstakri afmælisflugsýningu á Reykjavíkurflugvelli í júní og hlökkum til að sjá sem flesta.

 
m.jpg
matti.png
 

Matthías Sveinbjörnsson
Forseti

 
logo_allblack.png

Staðsetning

Reykjavíkurflugvöllur
Nauthólsvegur
Reykjavík
Ísland

 

Dagsetning

1. júní 2019
12:00 - 16:00

 

aðgangseyrir

FRÍTT

 
logo_allblack.png

dagskrá

 

Tímasett dagskrá er enn í vinnslu. Hún verður birt í vikunni fyrir flugsýningu en ýmislegt getur haft áhrif á hana svo sem veður og viðhald flugvéla. 

Sýningarsvæðið opnar kl 12:00 en flugsýningin hefst kl 13:00


Viltu taka þátt?

Hafðu samand við okkur ef þú vilt sýna vélina þina á sýningarsvæðinu eða taka þátt í flugsýningaratriðum..

stjorn@flugmal.is

 

 
logo_allblack.png

fyrri flugsýningar

 

Seeing is believing.

aðalstyrktaraðili

Styrktaraðilar flugsýningarinnar gera okkur kleift að halda hana.

ice.jpg

Samstarfsaðilar

 
isavia.png
 

 

Viltu vera styrktaraðili? Hafðu samband stjorn@flugmal.is

4946920306_be534b69bc_b.jpg
 
logo_allwhite.png

bílastæði

 

Bílastæði eru víða í nágrenni sýningarsvæðisins. Gestir er hvattir til þess að mæta snemma til að tryggja sér stæði. 

Vinsamlegast leggjið ekki utan þessara svæða til þess að tryggja gott aðgengi og flæði umferðar.

Bílastæði.png